*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 12. júlí 2018 19:02

Dæla enn meiri peningum í Air India

Indversk stjórnvöld hafa sett 305 milljónir dollara inn rekstur ríkisflugfélagsins Air India.

Ritstjórn
None

Indversk stjórnvöld hafa sett 305 milljónir dollara inn rekstur ríkisflugfélagsins Air India, sem hefur síðustu ár átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Til marks um það björguðu indversk stjórnvöld flugfélaginu frá gjaldþroti árið 2012. 

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá, þá reyndu indversk stjórnvöld að selja meirihluta í flugfélaginu án árangurs. Miklir fjármunir hafa farið í að halda flugfélaginu gangandi og skattfé borgaranna hefur verið nýtt í það. Indversk stjórnvöld vildu því selja meirihluta í flugfélaginu til að losna við það að dæla peningum inn í félag sem hefur skilað tapi í áraraðir.

Talsmenn Air India hafa neitað að tjá sig um hvort þörf sé fyrir enn frekari fjárframlögum frá stjórnvöldum.   

Stikkorð: Indland Air India
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is