*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 9. júní 2019 17:01

Dælan hækkar verð á ný

Verð á eldsneyti á bens­ín­stöðvum Dæl­unn­ar hef­ur hækkað aftur eft­ir að fé­lagið lækkaði verð sitt í síðustu viku.

Ritstjórn
Bensínstöð Dælunnar.
Aðsend mynd

Verð á eldsneyti á bens­ín­stöðvum Dæl­unn­ar hef­ur hækkað aftur eft­ir að fé­lagið lækkaði verð sitt í síðustu viku. Frá þessu var fyrst greint á vef mbl.

Var fé­lagið þá að bregðast við sam­keppni frá Ork­unni sem lækkaði verð á tveim­ur stöðvum. ÓB fylgdi í kjöl­farið með lækk­un á þrem­ur stöðvum.

Í um það bil eitt ár hef­ur Atlantsol­ía við Kaplakrika boðið upp á sam­bæri­legt verð og Costco hef­ur boðið upp á fyr­ir viðskipta­vini með Costco aðildarkort.

Er verð á bens­íni á þess­um fimm stöðvum Dæl­unn­ar nú komið upp í 219,9 krón­ur á lítra, meðan verð á hinum stöðvun­um sem nefnd­ar hafa verið er um 211 krón­ur á lítra.