Sextíu og eins árs gömul kona í Hong Kong var í dag dæmd í tíu ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Hún mun hafa fleytt um 6,8 milljörðum Hong Kong dollara í gegnum níu banka á árunum 2002 til 2005 til að fela uppruna þeirra. Jafngildir fjárhæðin um 111 milljörðum íslenskra króna.

Konan, Lam Mei-ling, sagðist hafa gert bankafærslurnar fyrir hönd kínverskrar konu, sem passaði son Lam en kínverska konan eignaðist verksmiðju í Kína.

Ekki er hægt að segja að Lam hafi hagnast mikið sjálf á milligöngunni, því hún fékk mánaðarlegar greiðslur að jafnvirði um 70.000 íslenskra króna fyrir viðvikið. Saksóknari sagði hins vegar að þótt hún hafi ekki verið höfuðpaurinn í málinu hafi hún vitað hvað hún var að gera og hafi því mátt vita að hún væri að brjóta lög.