Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Önnu V. Heiðdal, sem er rétt tæplega sjötug og fyrrverandi starfsmaður í eignastýringaþjónustu Kaupþings, í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér 50 milljónir króna í starfi sínu.

Upphæðin var söluandvirði hlutabréfa tveggja félaga sem hún færði á eigin reikning í stað seljenda hlutabréfanna á árunum 2004 til 2008. Félögin hétur Yl-hús og Hraunbær 107 og voru eigendur þeirra ótengdir Önnu.

Héraðsdómur sýknaði Önnu í fyrra en Hæstiréttur ómerkti dóminn.