Heiðar Guðjónsson segir að rannsókn gjaldeyriseftirlitsins á fjárfestingarfélaginu Úrsus, sem er í hans eigu, hafi gert honum ókleift að starfa við fjárfestingar, en hann hefur unnið við fjárfestingar í 17 ár. Hann segir að rannsóknin hafi dæmt sig úr leik á þeim grundvelli að bankar krefjist þess að upplýst sé um hvort viðkomandi sé til rannsóknar einhver staðar.

Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli Heiðars gegn Seðlabanka Íslands og Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ) en hún fór fram í dag. Heiðar segir einnig að það hafi ekki hvarflað að sér að hann hefði verið að brjóta gegn reglum um gjaldeyrismál.

Már Guðmundsson sagði einnig við þinghaldið að það hafi verið mikil vonbrigði að Ursus hafi verið til skoðunar til hjá gjald­eyris­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands á sama tíma og það ætlaði að kaupa stór­an hluta í trygg­inga­fé­lag­inu Sjóvá árið 2010.

Forsaga málsins er sú að fjárfestingarfélagið var til skoðunar hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands á sama tíma og það ætlaði að kaupa stór­an hluta í trygg­inga­fé­lag­inu Sjóvá árið 2010, en ESÍ átti þá 73,3% hlutafjár í Sjóvá. Seðlabankinn vísaði málinu til lögreglu í nóvember 2010 og í febrúar 2012 ákvað sérstakur saksóknari að rann­sókn máls­ins skyldi hætt. Mbl greinir frá.