Tveir fyrrum starfsmenn Kaupþings sem dæmdir voru fyrir markaðsmisnotkun í fyrra, þeir Daníel Þórðarson og Stefnir Agnarsson, tóku út refsingu sína með því að sinna samfélagsþjónustu í stað afplánunar í fangelsi. Þeir óskuðu eftir því skömmu eftir að dómur Hæstaréttar í málinu féll í fyrra, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Í mars á síðasta ári dæmdi Hæstiréttur þá Stefni og Daníel í sex mánaða fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu hjá Kaup- þingi. Daníel var þá sjóðsstjóri peningamarkaðssjóðs og Stefnir miðlari í skuldabréfamiðlun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.