*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Erlent 14. febrúar 2020 13:55

Dæmdir fyrir milljarða miðasölubrask

Tveir Bretar hafa verið dæmdir fyrir að villa á sér heimildir og keypt og framselt miða með ólöglegum hætti á tónleika heimsþekktra tónlistamanna.

Ritstjórn
Mennirnir eru meðal annars hafa sagðir keypt 750 miða á tónleika með Ed Sheeran árið 2017 og framselt.
european pressphoto agency

Dómstólar í Bretlandi hafa dæmt tvo Breta, Peter Hunter og David Smith, fyrir ólöglegt miðasölubrask. Þeir eru sagðir hafa keypt miða á tónleika margra af frægustu tónlistarmönnum heims og leiksýningar á West End í London selt áfram í gegnum miðasölusíður.

Mennirnir eru sagðir hafa notað nærri hundrað nöfn, 290 póstföng og svokallaða „botta“ eða þjarka til að kaupa miða fyrir alls 4 milljónir punda, um 660 milljónir króna árunum 2015 til 2017 á tónleika með tónlistarmönnum á borð við Ed Sheeran, Taylor Swift, Coldplay og Liam Gallagher sem og miða á leiksýningar. Miðarnir hafi svo verið seldir á vefsíðum á borð við Viagogo fyrir 11 milljónir punda, um 1,8 milljarða króna. Því til viðbótar hafi þeir haft miða til sölu sem þeir áttu ekki. Með þessum hætti hafi þeir komið í veg fyrir að aðdáendur hafi geta keypt miðana á kostnaðarverði.

Málið gæti haft miklar afleiðingar fyrir miðasölubraskara og miðsöluvefi sem framselja miða. Miðasölusíður á borð við Viagogo og StubHub eru undir þrýstingi vegna málsins fyrir að framselja miða með ólöglegum hætti.