Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Yngva Erni Kristinssyni, fyrrverandi formanni forstöðumanns verðbréfasviðs bankans, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt að greiða slitastjórn Landsbanka Íslands hf 238 milljónir króna.

Slitabúið stefndi þeim tveimur ásamt Steinþóri Gunnarssyni, fyrrverandi forstöðumanni verðbréfasviðs við bankann vegna tjóns í tengslum við kaup bankans á hlutabréfum í sjálfum sér, Hf. Eimskipafélagi Íslands og Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf. á tímabilinu frá 7. nóvember 2007 til og með 25. júlí 2008.

Steinþór Gunnarsson var sýknaður af öllum kröfum stefnanda en Yngva Erni Kristinssyni og Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni var stefnt að greiða slitastjórn Landsbanka Íslands hf., 237.678.000 krónur auk vaxta.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.