Björgólfur Thor Björgólfsson var í dag sýknaður af skaðabótakröfu upp á 604 milljónir króna vegna gjaldþrots Landsbankans. Félögin Venus og Vogun gerðu bótakröfu á grundvelli þess að Samson hefði verið skylt að bjóðast til að kaupa aðra hluthafa út úr bankanum.

Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB granda, er í forsvari fyrir bæði félögin en Venus krafðist 238 milljóna króna og Vogun 366 milljóna króna.

Björgólfur var sýknaður vegna þess að héraðsdómur taldi kröfu félaganna tveggja löngu fyrnda. Jafnframt var félögunum tveimur gert að greiða Björgólfi 500 þúsund krónur hvort, samtals eina milljón króna í málskostnað.