Fyrrum sjóðstjóri hjá BlackRock var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir innherjasvik. Sjóðstjórinn heitir Mark Lyttleton, er 45 ára og sá um BlackRock UK Dynamic og BlackRock UK Absolute Alpha sjóðina.

Lyttleton viðurkenndi sakir sínir fyrir dómi og því ákvað dómarinn, Andrew Goymer, að stytta dóm sinn úr 18 mánuðum í tólf. Hámarksrefsins í Bretlandi fyrir innherjaviðskipti eru sjö ár.

Lyttleton setti upp félag á Panama og stundaði viðskipti með bréf sem hann hafði vitneskju um. Árið 2011 keypti hann til að mynda 175.000 hluti í EnCore Oil, en hann vissi þá af hugsanlegum samruna við Cairn Energy. Viðskiptin skiluðu honum 54.000 dollurum í hagnað og það á einum mánuði.