Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Júlíus Jónasson, fyrrverandi starfsmann einkabankaþjónustu Kaupþings, til að endurgreiða rúmar 28,3 milljónir króna ásamt vöxtum vegna láns sem hann fékk hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum hans.

Júlíus fékk lánið í ágúst árið 2007 og var það á gjalddaga í maí árið 2010. Veð á móti láninu voru hlutabréf hans í bankanum og hlutabréf hans í Bakkavör Group.

Lánið var á meðal þeirra sem stjórn Kaupþings felldi niður persónulega ábyrgð á nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot haustið 2008.

Dómur héraðsdóms