*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 24. maí 2018 17:10

Dæmdur til að greiða Arion 52 milljónir

Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar var dæmdur til að greiða Arion banka vegna fjárdrátts úr AFL sparisjóði.

Ritstjórn
AFL sameinaðist Arion banka eftir að málið kom upp.
Haraldur Guðjónsson

Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, var dæmdur í Hæstarétti Íslands til að greiða Arion banka 51,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 30. júní 2016 vegna fjárdráttar Magnúsar úr AFL sparisjóði. Magnús sagði sig úr bæjarstjórn Fjallabyggðar eftir að málið kom upp árið 2015.

Sannað þótti að Magnús hafði hefði framkvæmt millifærslur og notað afskriftarreikning sparisjóðsins sem honum hafi ekki verið heimilt og því tali dómurinn að hann hefði með saknæmri og ólögmætri háttsemi valdið sparisjóðnum tjóni.

Eftir að fjárdráttarmálið kom upp sameinaðist AFL við Arion banka og tók Arion banki því við rekstri málsins. Hæstiréttur staðfesti einnig kyrrsetningu Sýslumannsins á Norðurlandi á fasteignum, bílum og hlutafé í eigu Magnúsar vegna málsins.