Alþýðusamband Íslands lagði fram tillögur í dag í 16 liðum til að sporna við kennitöluflakki. Meðal annars er lagt til að strangari reglur verði settar um hæfi einstaklinga til að vera í forsvari fyrir félög með takmarkaða ábyrgð, hlutafé við stofnun félags verði aukið, takmörk verði sett á nafnabreytingar félaga og að girt verði fyrir heimildir aðila til að taka fé út úr félaginu með lánum eða öðrum hætti.

VB Sjónvarp ræddi við Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóra ASÍ.