Dæmigerð húsaleiga á Íslandi er ekki há, en umræðan um húsaleigumarkaðinn er komin á villigötur. Þetta er meðal þess sem haft er eftir Auði Kristinsdóttur, löggilts fasteignasala og leigumiðlara, í Morgunblaðinu í dag.

Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um að leiguverð væri komið upp að þolmörkum og var haft eftir Jóhanni Má Sigurbjörnssyni, formanni samtaka leigjenda á Íslandi, að stórir leigusalar stýrðu leiguverði á markaði og að 500 einstaklingar hefðu sýnt einni og sömu leiguíbúðinni áhuga.

Auður segir að þetta sé öfgakennt dæmi sem gefi ekki rétta mynd af leigumarkaðinum. Hún segist yfirleitt fá 10-20 fyrirspurnir um hverja eign. Hún segir jafnramt að þegar horft er á leiguverð verði að taka allan kostnað sem fylgir því að leigja út íbúð með í reikninginn. Stærstu kostnaðarliðir leigasala séu fjármagnskostnaður og fjármagnstekjuskattur og ef menn vilji lækka húsaleigu, þá þurfi að lækka þessa liði.