Kristín Haraldsdóttir er nýr aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Hún hóf störf hjá ráðuneytinu þann 9. desember síðastliðinn en hafði áður gegnt ýmsum störfum. Hún er gift Hauki Pálmasyni, sálfræðingi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og saman eiga þau þrjár dætur á aldrinum 6 til 15 ára.

Kristín segist aðspurð hafa mjög fjölbreytt áhugamál. „Það er nú svo margt. Aðallega nýt ég þess að vera með fjölskyldunni, hvort sem það er að bauka eitthvað heima við eða ferðast. Þá finnst mér gaman að elda góðan mat og borða í góðum félagsskap vina.“ Þegar tími gefst til þykir henni síðan gott að lesa góða bók. „Ég hef líka gaman af útivist, þó ekki sé ég mikil íþróttamanneskja. Ég læt mér nægja léttar göngur og hlaup og fer á skíði þegar færi gefst.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .