„Það var virkilega gaman að opna verslunina í dag og traffíkin var mikil strax á fyrstu mínútunum. Margir sem höfðu á orði, sérstaklega ameríkanar að þetta væri fallegasta búð sem þeir hefðu nokkrum sinnum komið inn í," segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Þar var í gær opnuð ný 650 fermetra verslun í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Verslunin þjónustar fyrst og fremst þá farþega sem eiga leið til Bandaríkjanna og Bretlands. Í versluninni er Rammagerðin og 66° norður með um 100m2 þar sem má finna útivistarvörur og minjagripi.

Tveir íslenskir hönnuðir fá að njóta sín í versluninni til að byrja með en það er boðið upp á fatnað og fylgihluti frá ELLU og skyrtur frá Huginn Muninn. Í versluninni má einnig finna talsvert úrval af Ray Ban sólgeraugum og skartgripum frá Sign. Sæbjörg Guðjónsdóttir, innanhússhönnuður hannaði verslunina og framkvæmdin var í höndum ÍAV þjónustu.

Fríhöfnin
Fríhöfnin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fríhöfnin
Fríhöfnin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fríhöfnin
Fríhöfnin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fríhöfnin
Fríhöfnin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fríhöfnin
Fríhöfnin
© Aðsend mynd (AÐSEND)