Í dag var haldinn fundur um aðskilnað peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins í hátíðarsal Háskóla Íslands. Ben Dyson, frá Positive Money fjallaði um þau völd sem bankarnir hafa með því að prenta peninga og segir að þessu þurfi að breyta.

Fundurinn var á vegum Positive Money, Betra peningakerfis, Félags viðskiptafræðinga- og hagfræðinga og Samstöðu.