Hjónin Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson eru meðal vitna sem krafist er að mæti í fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ríkissaksóknara gegn Gunnari Þ. Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Einnig er þess krafist að Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, og Haukur Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá bankanum,  mæti sem vitni. Fram kom í máli verjanda að með því að fá þessi vitni fyrir dóminn væri hægt að gefa skýra mynd af athæfi Gunnars.

Munnlegur málflutningur hófst í morgun í málinu en verjandi fer fram á sýknu. Gunnar er ákærður fyrir að fengið Þórarinn Már Þorbjörnsson, þáverandi starfsmann Landsbankans, til að afla gagna úr bankanum og að sjá til þess að gögnin færu í hendur fréttastjóra DV.

Þetta á hann að hafa gert til skapa umræðu um fyrirtækið Bogmanninn, félag Guðlaugs Þórs.  Gunnar segist hafa viljað sýna fram á brotleg viðskipti sem áttu sér stað þegar millifærsla var gerð frá Landsbankanum til Bogmannsins. Gunnar hefur lagt fram kæru til sérstaks saksóknara á hendur tveggja vitna.