Svörtu leigubílarnir í London eru löngu orðnir hluti af landslagi borgarinnar, en nú stefnir í að á þessu ári gætu þeir síðustu af klassísku svörtu FX4 leigubílunum horfið af götunum.  Leigubílarnir voru fyrst framleiddir af Austin fyrir 50 árum, en á 39 ára tímabili voru framleidd 42.000 eintök af þeim.

Mann & Overton, aðalsmáseljandi leigubíla á Englandi, bjóða nú eigendum gömlu FX4 leigubílanna allt að 3.000 pund fyrir bílana þeirra, ef þeir skipta á þeim gömlu og nýrri gerð, TX4. Það er tífalt markaðsvirði bílanna.

Mann & Overton segja þetta tilboð til komið þar sem það sé metnaðarmál fyrirtækisins að bæta leigubílaþjónustu svo að hún henti 21. öldinni.

Nýr TX4 bíll kostar um 31.000 pund.