Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að hætta með samskiptaforritið Windows Live Messenger (WLM) frá og með mars á næsta ári. Forritið mun þó lifa áfram í Kína.

MSN messenger
MSN messenger
Í stað messenger ætlar fyrirtækið að leggja áherslu á Skype, og internetspjallið sem boðið er upp á þar. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins.

WLM var fyrst kynnt til sögunnar árið 1999 en hér þá MSN Messenger. Íslendingar hafa verið ófáir í notendahópnum þó svo virðist sem margir hafi fært sig á aðra samskiptamiðla á síðustu árum. Það munu þó sjálfsagt margir sakna MSN Messenger.