Danskir jafnaðarmenn hafa litla trú á flokksformanni sínum, Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þetta kemur fram í könnun TV2 sem birt var í gær.

Aðeins fjórðungur aðspurða í könnuninni treysta flokksformanninum. Flokksþing Jafnaðarmanna verður haldið um helgina. Danskir fjölmiðlar segja að Thorning-Schmidt hafi átt mjög undir högg að sækja undanfarið og ekki bæti könnunin stöðu hennar.

Jafnaðarmenn fengu 24,8% atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru 15 september 2011. Flokkurinn mælist hins vegar aðeins með 19% fylgi.

Næstu kosningar verða haldar í síðasta lagi árið 2015.