Fjarskipta- og fjölmiðlasamstæðan Dagsbrún hefur ákveðið að að nýta að hluta heimild til hækkunar hlutafjár að fjárhæð 85 milljónir króna vegna kaupa á hlutum í EJS, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Greint var frá áætlunum Dagsbrúnar þann 20. júní síðastliðinn.

Heildarhlutafé eftir hækkun verður 6.014.871.824 krónur. Hlutirnir verða afhentir í skiptum fyrir hluti í EJS á genginu 6,18. Hækkunin tekur gildi þegar hún hefur verið skráð hjá fyrirtækjaskrám, segir í tilkynningunni.