Leiðarahöfundur norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv veltir upp möguleikum þess að taka Ísland inn í myntsamstarf við Noreg eins og norskir andstæðingar Evrópusambandsaðildar tala nú fyrir. Í leiðaranum er tekið undir ýmis þeirra sjónarmiða sem myndu styðja slíka aðild.

Í leiðaranum er bent á að kosningar séu framundan á Íslandi og landsmenn verði undir miklum þrýstingi frá þeim sem styðja Evrópusambandsaðild. leiðarahöfundur bendir á að það geti verið ástæða til að styðja Ísland meira en gert hefur verið til þessa eins og Normenna hafa gert nú þegar í samstarfi við hin norðurlöndin.