Fjármálaeftirlitið tekur daglega til athugunar hvort hefja eigi viðskipti með bréf Existu, Spron og Straum í Kauphöllinni, að sögn Úrsúlu Ingvarsdóttir, talsmanns Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið telur, að sögn talsmannsins, að aðgangur fjárfesta að upplýsingum sé ekki jafn og því voru viðskiptin með bréfin stöðvuð.

6. október voru viðskipti stöðvuð með bréf Exista, Glitni, Kaupþing, Landsbankann, Straum og Spron.

Skömmu seinna voru viðskiptabankarnir þrír þjóðnýttir og því ekki lengur hægt að eiga með þá viðskipti í Kauphöll. Nú þegar hafa Glitnir og Landsbankinn verið afskráðir úr Kauphöllinni.