Dagmar Viðarsdóttir er nýr ráðgjafi hjá Attentus - mannauð og ráðgjöf.

Dagmar hefur M.Sc.  gráðu í mannauðsstjórnun og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk einnig námi í rekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands (HR).

Dagmar vann síðast hjá Lagardere Travel Retail sem mannauðsstjóri en á árunum 2005 til 2014 var hún mannauðsstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum hf., þar sem hún sat í framkvæmdastjórn.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Attentus veiti fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá á áherslum mannauðsstjórnunar.