*

laugardagur, 16. janúar 2021
Innlent 27. ágúst 2020 17:31

Dagný kaupir í Skeljungi

Kaup Dagnýjar Halldórsdóttur, sem varð stjórnarmaður Skeljungs fyrr á árinu, námu 10,3 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Dagný Halldórsdóttir, sem situr í stjórn Skeljungs, var að kaupa fyrir 10,3 milljónir króna í félaginu. Hún keypti 1,25 milljónir hluta á verðinu 8,27 sem var markaðsgengi félagsins við lokun Kauphallar í dag.

Sjá einnig: Höskuldur vill í stjórn Skeljungs

Dagný átti enga hluta í Skeljung fyrir kaupin. Hún var kosin í stjórn félagsins á þessu ári en hefur komið víðsvegar að, meðal annars sem stjórnarmaður ISB Holding, Advania, Kaffitárs og Mílunnar.