Dagrún Hálfdánardóttir tók í gær við starfi deildarstjóra launadeildar á skrifstofu mannauðsmála Landspítalans. Hún gegndi áður starfi lögfræðings á kjaradeild skrifstofu starfsmannamála.

Árið 2005 lauk Dagrún embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2006. Áður en hún hóf störf sem lögfræðingur á Landspítala vann hún á lögmannsstofu og hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Jafnframt er Dagrún hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk M.A. prófi í siðfræði heilbrigðisþjónustu frá University of Manchester árið 1998, að því er segir á vef Landspítalans.