Dagsbrún, móðurfélag 356-miðla og Og Vodafone, mun nú vera að íhuga kaup á Orkla Media, dótturfélagi norska fjárfestingarfélagsins Orkla, en það gefur út blöðin Berlingske Tidende og BT í Danmörku auk annarar fjölmiðlastarfsemi. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Orkla Media er metið á 80-90 milljarða króna.

Haft var eftir Þórdísi J. Sigurðardóttur, stjórnarformaður Dagsbrúnar, í fréttum Sjónvarpsins, að um gríðarlega fjárfestingu sé að ræða. Sagðist Þórdís ekki vita til þess að dagblöð séu borin í hús til fólks án endurgjalds annars staðar á Norðurlöndunum og því sé ætlunin að nota það viðskiptamódel sem Fréttablaðið byggir á til að láta til sín taka á dönskum blaðamarkaði. Þess má geta að í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu sagði Þórdís að ekki væri ætlunin að kaupa Politiken en nú virðist komið að Berlingske Tidende og BT.