Í ljósi fjárfestinga Dagsbrúnar hf. á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur félagið ákveðið að endurskoða áætlanir sínar fyrir árið 2006, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Er nú gert ráð fyrir að velta félagins verði á bilinu 55 til 57 milljarðar króna á árinu.

Hagnaður fyrir afskriftir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) er talinn verða um 6,8 til 7 milljarðar króna og fyrirhugaðar fjárfestingar á bilinu 2,2 til 2,5 milljarðar króna.

Í áætlun er tekið mið af því að Securitas og Sena komi inn í samstæðuna 1. febrúar, Kögun hf. 1. apríl og Wyndeham Press Group 1. maí 2006, segir í tilkynningu Dagsbrúnar.