Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Dagsbrún hefur gert kauptilboð í breska fjölmiðlafyrirtækið Wyndeham Press, sagði stjórnarformaður félagsins Þórdís J. Sigurðardóttir í samtali við Viðskiptablaðið.

Fyrirtækið, sem er skráð í kauphöllina í London, er metið á 80 milljónir punda (9,96 milljarðar íslenskra króna) og hafa 20,3% hluthafa þegar samþykkt kauptilboðið, segir Þórdís.

Wyndeham Press sérhæfir sig í útgáfu fagtímarita og gefur út um 600 tímarit. Landsbankinn aðstoðaði Dagsbrún við gerð kauptilboðsins og sér um fjármögnun.