Skoðun ehf., félag í eigu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Dagsbrúnar, hefur keypt 51% hlut í Kögun, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Síminn keypti nýlega 27% hlut í Kögun en kom einungis tveimur mönnum í fimm manna stjórn félagsins eftir kosningu á aðalfundi. Fjárfestingafélagið Exista, sem tók þátt í að kaupa Símann, á 11% hlut í Kögun.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Skoðun muni gera hluthöfum Kögunar yfirtökutilboð á genginu 75 krónur á hlut. Tilboðsyfirlit verður birt innan fjögurra vikna.

?Dagsbrún hyggst með kaupum sínum á hlutum í Kögun styðja stjórnendur félagsins við að framfylgja þeirri stefnu sem þeir hafa mótað og fylgt á undanförnum árum. Undir forystu þeirra hefur Kögun orðið leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi og sótt fram á erlendum mörkuðum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, í fréttatilkynningu.

?Dagsbrún mun styðja starfsfólk og stjórnendur Kögunar til áframhaldandi uppbyggingar félagsins," segir Gunnar Smári

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.