Dagsbrún hefur gert samning hóp hluthafa EJS um kaup á hlutafé í EJS, alls 85.801.305 krónur að nafnvirði, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Gengi hlutanna er 5,23. Um er að ræða 21,45% hlut í EJS sem var í eigu alls 343 hluthafa.

Greitt verður fyrir hlutina með bréfum í Dagsbrún að virði 72.931.109,25 krónur á genginu 6,18. Við þessi kaup hafa Dagsbrún og Kögun, dótturfélag Dagsbrúnar, eignast alls 96,47% hlutafjár í EJS.

Dagsbrún mun leggja til við stjórn EJS að aðrir hluthafar skuli sæta innlausn á hlutum sínum í samræmi við lög um hlutafélög, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.