Dagsbrún hefur lækkað um 9,64% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

Sérfræðingar sem Viðskiptablaðið talaði við segja að smærri fjárfestar séu að refsa fyrirtækinu fyrir uppgjörið sem var undir væntingum greiningaraðila, því um sé að ræða 20 viðskipti í 73,5 milljón króna veltu.

Gengisþróun Dagsbrúnar í dag er ekki einkennandi fyrir markaðinn því úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,03%.