Tap útgáfufélags Nyhedsavisen, Dagsbrun Media K/S, nam 632 milljónum danskra króna á síðasta ári, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Eigið fé félagsins er neikvætt upp á 227 milljónir.

Morten Lund athafnamaður á 51% í félaginu en Stoðir Invest 49%.

Þrátt fyrir tapið er engan bilbug á útgefendum að finna, ef marka má fréttir dagsins, en nýr fjárfestir hefur verið boðaður að félaginu. Þá er stefnt að því að skrá félagið á markað á næsta ári.