*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 9. febrúar 2006 15:20

Dagsbrún selur forstjórum sínum hlutabréf

Ritstjórn

Dagsbrún hefur samþykkt að selja Ara Edwald, forstjóra 365, og Árna Pétri Jónssyni, forstjóra OgVodafone, hluti í félaginu, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Ari Edwald keypti 23.800.000 hluti og Árni Pétur keypti 4.000.000 hluti á genginu 5,5.

Samtals eiga þeir nú, hvor um sig, 23.800.000 hluti í félaginu. Verðmætið er um 131 milljón. Samningurinn kveður á um sölurétt og kaupskyldu.