Fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið Dagsbrún, Atorka Group og Mosaic Fashions verða hluti af Úrvaslvísitölu Kauphallarinnar (ICEX-15) á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni og út fara Jarboranir, sem eru í yfirtökuferli, Buðrarás, sem sameinaðist Straumi Fjárfestingabanka fyrr á þessu ári, og HB Grandi. HB Grandi upfyllir ekki sett verðbilsskilyrði og verður því Flaga áfram í vísitölunni.

Greiningardeild Íslandsbanka segir að vægi fjármálafyrirtækja verði áfram mikið en fimm af 15 félögum í vísitölunni sinna fjármálaþjónustu.

?Vægi fjármálafyrirtækja innan ICEX-15 helst áfram mikið og var um 74% miðað við flotleiðrétt markaðsvirði í lok nóvember en 5 af 15 félögum í vísitölunni teljast til atvinnugreinarinnar "Fjármálaþjónusta", segir greiningardeild Íslandsbanka.

"Flotaðlögun lækkar úr 51% í 48% frá og með byrjun næsta árs en það þýðir að smærri hluti bréfa en áður telst að öllu jöfnu aðgengilegur fjárfestum til kaups. Hlutabréf undanskilin floti eru einkum bréf ráðandi hluthafa, innherja og þar sem um gagnkvæmt eignarhald milli félaga er að ræða en Kauphöll Íslands skilgreinir ákveðin viðmið sem ná til 10 stærstu hluthafa í hverju félagi," segir greiningardeildin.

Íslandsbanki segir það athyglivert að flotaðlagað markaðsvirði, sem ákvarðar vægi hvers félags í vísitölunni, getur verið verulega frábrugðið markaðsvirði hvers félags.

?Þannig var til dæmis markaðsvirði Dagsbrúnar 24,4 milljarðar króna í lok nóvember en flotaðlagað aðeins 4,9 milljarðar þar sem að flotaðlögunin er 20%. Markaðsvirði FL Group er 90 milljarðar eða næstum helmingi hærra en markaðsvirði Mosaic en hins vegar er flotaðlagað markaðsvirði FL Group tveimur milljörðum lægra en flotaðlagað markaðsvirði Mosaic sem er 24 milljarðar.