Tilkynnt hefur verið um nákvæmar dagsetningar hvenær verslunum Woolworths í Bretlandi verður lokað, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Woolworth, sem rekur 807 verslanir, er að hluta til í eigu Baugs.

Öllum verslunum verður lokað fyrir 5. janúar næstkomandi en fyrstu 200 verslununum verður lokað rétt eftir jólin, eða 27. desember.

Um 27 þúsund manns starfar hjá Woolworth og munu þeir allir missa vinnuna nema kaupandi finnist á síðustu stundu. Sumar verslanir verða þó opnaðar aftur af öðru smásölukaupmönnum sem sýnt hafa áhuga á að kaupa þær.

Skiptastjóri hjá Deloitte segir að óljóst sé hve mikið af skuldum verslunarkeðjunnar verði greiddar en ljóst sé að lánardrottnar og birgjar munu ekki fá greitt að fullu.