Auður Elva Kjartansdóttir stofnaði í vikunni fyrirtækið Reykjavík Hiking ehf. sem ætlar að skipuleggja dagsferðir fyrir erlenda ferðamenn frá Reykjavík. Til að byrja með mun fyrirtækið bjóða upp á tvenns konar ferðir, annars vegar í Esjuna og hins vegar í Heiðmörk.

„Þetta er allt í undirbúningi ennþá en við verðum fyrst og fremst með stuttar dagsferðir í nágrenni við Reykjavík. Við verðum með rútur og leiðsögn og erum núna að koma öllu í gang og ætlunin er að hefja starfsemina í byrjun júní,“ segir Auður Elva.

Dreifa úr ferðamannafjöldanum

Auður Elva hefur starfað við leið- sögn frá átján ára aldri og hefur yfir tuttugu ára reynslu í bransanum. Hún segir ætlunina að reyna að dreifa úr ferðamannafjöldanum í höfuðborginni. „Það eru tíu þúsund ferðamenn í Reykjavík sem vita kannski ekki hvað þeir eiga að gera og markmið fyrirtækisins er að auka fjölbreytileika fyrir ferðamenn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .