Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sækist eftir efsta sæti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og að vera í forystu fyrir borginni. Hann segir í framboðsyfirlýsingu sem hafa verið rétt í þessu að ganga frá formlegri til kynningu um framboð í flokksvali Samfylkingarinnar.

Í framboðsyfirlýsingunni segist Dagur stoltur af því að tekist hafi að leysa farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hafi lækkað hratt og fjármál borgarinnar komin á lygnan sjó. Margt er þó framundan. Leigumarkaðurinn sé í ólestri og þurfi að hefja byggingu þrjú þúsund nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum.

Þá segist hann spenntur fyrir kosningunum:

„Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur þegar kosningar nálgast. Einsog sumarfiðrildin séu komin á kreik – í maganum á manni. En vorið leggst vel í mig. Ég er staðráðinn í að láta baráttuna framundan vera jákvæða og uppbyggilega og borginni okkar til sóma.“