Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, hefur ekki í hyggju að segja af sér eftir umdeilda ákvörðun borgarstjórnar um viðskiptabann borgarinnar gegn Ísrael. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Dagur hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Mikill skaði væri skeður vegna hennar og borgarstjóri þyrfti að vinna sér inn traust borgarbúa á ný.

„Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið.

Hann segir að ekki verði tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. „Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það,“ segir Dagur.