Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, fær 305.176 krónur á mánuði fyrir stjóranrsetu í Faxaflóahöfnum, sem eru samlag nokkurra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttatímanum .

Fyrir hönd Reykjavíkurborgar sitja fimm fulltrúar stjórnmálaflokka. Stjórnin fundar mánaðarlega og fær hver stjórnarmaður 152.588, samkvæmt því sem kemur fram í grein Fréttatímans. Stjórnarseta í Faxaflóahöfnum eru samkvæmt fyrsta flokki í launakerfi fastra nefnda í Reykjavíkurborg. Í frétinni kemur fram að fram til ársins 2012 voru þau 16% af þingarakaupi — en eftir hækkun nemur það nú 20% af þingfarakaupi.

Einnig er tekið fyrir laun stjórnarmanna í Orkuveitu Reykjavíkur, en það er sérstök starfskjaranefnd Orkuveitunnar sem ákveður þau. Það eru stjórnarmenn Orkuveitunnar sem skipa starfskjaranefndina. Þeir sex stjórnarmenn sem hittast mánaðarlega fá ríflega 150 þúsund krónur fyrir. Hins vegar fær stjórnarformaðurinn, Brynhildur Davíðsdóttir, tvöföld laun fyrir, eða rúmlega 300 þúsund krónur.