Árdegi ehf. og Dagur Group hafa sameinast undir nafni Árdegis, segir í fréttatilkynningu.

Árdegi keypti síðastliðið vor alla hluti í Degi Group og síðan þá hefur verið unnið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn, segir í tilkynningunni.

Fyrir sameiningu voru úr Degi Group seldar einingarnar: Sena hf., D3 og Hljóðfærahúsið.

Eftir sameiningu verður til leiðandi verslunarfyrirtæki á sviði raftækja, tölvu- og afþreyingarvara annars vegar og fatnaðar hins vegar, segir í tilynningunni.

Félagið rekur 15 verslanir á Íslandi undir merkjum BT, Skífunnar, Sony Center, NOA NOA og NEXT. Áætluð velta félagsins á árinu 2006 eru tæpir fimm milljarðar og starfsmenn um 200 talsins.

Árdegi er í eigu Sverris Berg Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur.

Frá miðju ári 2005 hefur Árdegi farið fyrir fjárfestingu í raftækjakeðjunni Merlin sem rekur 50 verslanir í Danmörku.