Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar hafa ákveðið að ræða saman við aðra flokka um stjórnarsamstarf í Reykjavík.

Björn segir í samtali við Vísi að flokkarnir tveir hafi ekki nægan fjölda fulltrúa til þess að mynda meirihluta og því verði þeir að tala við fulltrúa annarra flokka. Hann segist ekki búast við tíðindum úr viðræðum í dag.

Samfylkingin fékk fimm borgarfulltrúa kjörna og Björt framtíð tvo fulltrúa. Átta menn þarf til að mynda meirihluta í borgarstjórn.