Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að betur hefði mátt undirbúa tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum áður en hún var lögð fram og samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Þetta segir hann í samtali við mbl.is .

Í viðtalinu gefur Dagur engar upplýsingar um hvaða vörur er að ræða. Tillagan var samþykkt á þriðjudag en þá baðst Björk Vilhelmsdóttir lausnar frá störfum sínum sem borgarfulltrúi og heldur hún til Palestínu í sjálfboðastarf. Var þetta lokatillaga hennar í borgarstjórn.

Dagur segir að kannski hefði mátt útfæra málið betur áður en tillagan var lögð fram. „Þetta teng­ist auðvitað líka því að þetta er loka­til­laga Bjark­ar sem er að hætta í borg­ar­stjórn þannig að við gerðum þetta svona,“ seg­ir hann.