*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Innlent 12. júní 2018 10:45

Dagur verður áfram borgarstjóri

Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG kynntu málefnasamning um meirihlutasamstarf í Reykjavík í dag. Dagur verður áfram borgarstjóri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta var kynnt á fundi í dag þar sem oddvitar meirihlutaflokkanna í Reykjavíkurborg undirrituðu málefnasamning og kynntu verkaskiptingu í meirihlutanum næstu fjögur árin.

Dóra Björt Guðjónsdóttir verður forseti borgarstjórnar fyrsta árið en Pawel Bartoszek síðari árin þrjú. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður formaður borgarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður í nýju ráði umhverfis- og heilbrigðismála. Málefnasamningurinn hefur ekki verðið opinberaður en greint verður frá meginefni hans síðar í dag.