*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 12. júní 2018 10:45

Dagur verður áfram borgarstjóri

Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG kynntu málefnasamning um meirihlutasamstarf í Reykjavík í dag. Dagur verður áfram borgarstjóri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta var kynnt á fundi í dag þar sem oddvitar meirihlutaflokkanna í Reykjavíkurborg undirrituðu málefnasamning og kynntu verkaskiptingu í meirihlutanum næstu fjögur árin.

Dóra Björt Guðjónsdóttir verður forseti borgarstjórnar fyrsta árið en Pawel Bartoszek síðari árin þrjú. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður formaður borgarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður í nýju ráði umhverfis- og heilbrigðismála. Málefnasamningurinn hefur ekki verðið opinberaður en greint verður frá meginefni hans síðar í dag.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is