Íslensk stjórnvöld undirbúa nú björgunaráætlun sem felur meðal annars í sér að íslenskir lífeyrissjóðir selji erlendar eignir sínar og færi þannig fjármagn auk þess að gerðir verði samningar við norræna seðlabanka um fjármagnsinnspýtingu.

Frá þessu er greint á vef breska blaðsins The Daily Telegraph.

Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að fjármagnsinnspýtingin kunni að hljóma upp á 10 milljarða evra (1577 milljarðar ísl.kr.)

„Íslenskir lífeyrissjóðir eru vel fjármagnaðir og öruggir. Þeir hafa getu til að styðja við fjármálakerfið,“ hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmanni sem segir alla aðila vinna dag og nótt við að finna lausnir.

Blaðið segir að búast megi við yfirlýsingu stjórnvalda fyrir opnun evrópska markaða á mánudag.

Hér má sjá umfjöllun The Daily Telegraph.