Daimler mun segja upp 3.500 starfsmönnum í verksmiðjum og skrifstofum fyrirtækisins á næstunni. Til stendur að loka 2 verksmiðjum bílaframleiðandans, í Kanada og Bandaríkjunum, og hætta framleiðslu Sterling bíltegundarinnar.

2.300 starfsmönnum í verksmiðjum verður sagt upp, sem og 1.200 skrifstofustarfsmönnum.

Sala Daimler hefur minnkað um 18% á fyrstu 8 mánuðum þessa árs.

Daimler vonast til að auka hagnað sinn um 900 milljónir Bandaríkjadala með ofangreindum aðgerðum.