Þýski bílaframleiðandinn Daimler kynnti í morgun óendurskoðað uppgjör sitt fyrir árið 2010.  Samkvæmt því hagnaðst félagið um 4,674 milljarða evra í fyrra, tæplega 750 milljarða króna, í stað 2,6 milljarða evra taps árið 2009. EBIT samsteypunar var 7,2 milljarðar evra.

Félagið segir í tilkynningu að áætlanir þess geri ráð fyrir umtalsvert hærri EBIT og hagnaði í ár. Um 40% af hagnaði ársins verður greiddur út sem arður. Betri afkomu má rekja til mun meiri sölu.  Sala á Mercedes Benz bifreiðum jókst um 17% og Daimler Trucks jók söluna um 37%. Einnig seldi félagið 5,3% hlut í indverska bílaframleiðandanum Tata Motors.

Daimler samsteypan seldi 1,9 milljón ökutækja og hefur aldrei selt fleiri bíla í þau 125 ár sem fyrirtækið hefur starfað. Stærstur hluti sölunnar eru Mercedes Benz bifreiðar, tæplega 1,3 milljónir bifreiða.

Nýjasta afurð Mercedes Benz

Mercedes Benz kynnti á dögunum nýja tegund af C gerðinni, Coupe.

Mercedes Benz C Coupe.
Mercedes Benz C Coupe.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)