*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 18. júlí 2017 17:46

Daimler innkallar 3 milljónir bíla

Móðurfélag Mercedes-Benz hyggst innkalla rúmlega þrjár milljónir bíla vegna ásakana um að fyrirtækið hafi svindlað á útblástursprófum.

Ritstjórn

Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem er móðurfyrirtæki Mercedes-Benz hyggst innkalla um þrjár milljónir dísel-bíla. Innköllunin kemur í kjölfarið á því að þýsk stjórnvöld hafa sakað fyrir tækið um að hafa tekið þátt í útblásturshneykslinu sem olli Volkswagen miklum skaða. Í maí síðastliðnum gerðu lögregluyfirvöld í Þýskalandi húsleit á 11 skrifstofum Daimler. Reuters greinir frá.

Þýsk stjórnvöld óskuðu eftir því í síðustu viku að fá að spyrja yfirmenn hjá Mercedes-Benz spurninga vegna ásakananna um að fyrirtækið hefði svindlað á útblástursprófum. Í yfirlýsingu frá Daimler kemur fram að innköllunin muni kosta fyrirtækið um 220 milljónir evra og að enginn kostnaður muni falla á viðskiptavini þess. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is